Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 13:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun KR stíga út úr ÍTF? - „Mín skoðun hefur ekkert breyst"
KR er eitt stærsta félag landsins.
KR er eitt stærsta félag landsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að KR væri að íhuga að segja sig úr ÍTF, Íslenskum Toppfótbolta, hagsmunasamtökum þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu karla og kvenna.

„Ég var að heyra það að KR-ingar væru að skoða það að fara út úr ÍTF," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

„Þetta kom svolítið á óvart því ég hélt að þetta væri eitt aðalfélögunum í ÍTF. Maður hefur heyrt að þetta sé komið lengra en styttra, að þeir séu farnir að íhuga þetta verulega," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Fótbolti.net hafði samband við Pál Kristjánsson, formann knattspyrnudeildar KR, í dag og spurði hann út í málið.

„Ákvörðunin hvort að KR sé hluti af ÍTF er ákvörðun sem knattspyrnudeild þarf að taka. Skoðun mín á ÍTF hefur alltaf legið fyrir. Ég skrifaði grein á Fótbolti.net fyrir þremur árum síðan um tilgang samtakanna og samsetningu þeirra. Skoðun mín hefur ekkert breyst. Þetta er eitthvað sem menn verða að fara yfir í góðu tómi," sagði Páll.

„Ég get alveg sagt það að menn hafa rætt um samtökin, en það liggur engin ákvörðun fyrir að fara úr samtökunum. Mín skoðun kristallast í þessu erindi sem ég skrifaði á sínum tíma. Mín skoðun hefur ekkert breyst. Ég skil ekki eðli og tilgang samtakanna. Við erum ekkert sátt við allt, það er ekkert leyndarmál. Ég tek það sérstaklega fram að það beinist ekkert í sjálfu sér að starfsmönnunum. Það er miklu frekar hvernig samtökin eru samsett, eðli þeirra og tilgangur."

Eins og Páll bendir á, þá skrifaði hann pistil árið 2021 þar sem hann lýsti yfir óánægju með þá vegferð sem ÍTF væri á. Sagði hann þá að samtökin væru orðin það stór að þau væru orðin að hálfgerðri deild innan KSÍ. „Ég tel tímabært að forsvarsmenn Íslensks Toppfótbolta velji sér herra og starfi í hans raunverulegu þágu. Að öðrum kosti má félagsskapurinn heita deild innan KSÍ," sagði hann í pistlinum sem má lesa í heild sinni hér fyrir ofan.
Útvarpsþátturinn - Afmælisveisla og Jón Rúnar gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner