Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2019 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Roma brjálaður út í Monchi
Mynd: Getty Images
James Pallotta, forseti Roma, er brjálaður út í Monchi sem yfirgaf stöðu sína sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu degi eftir að Eusebio Di Francesco var rekinn úr þjálfarastólnum.

Monchi var kynntur sem nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Sevilla á mánudaginn og útskýrði hvers vegna hann yfirgaf Roma eftir tæplega tvö ár í starfi. Hann sagði að Pallotta hafi viljað taka aðra stefnu en hann sjálfur og það hafi leitt til starfsloka hans.

„Ég var hissa að sjá svar Monchi á fréttamannafundinum, að við höfum viljað fara í sitthvora áttina. Það er bull, ég afhenti Monchi lyklana og gaf honum öll völdin. Þess vegna eyddum við miklum pening til að fá hann hingað," sagði Pallotta.

„Það var á hreinu frá fyrsta degi að hann var við stjórnvölinn. Ég gaf Monchi allt til að búa til draumafélagið. Hann stjórnaði helstu starfsmannaráðningum og fékk meira að segja að velja leikmenn en það skilaði ekki árangri.

„Þegar hlutirnir fóru að ganga illa í nóvember sáu allir að þjálfarinn réði ekki lengur við klefann. Þá spurði ég Monchi hvað plan B væri. Maðurinn sem var ábyrgur fyrir knattspyrnumálum hjá Roma var ekki með plan B! Hann sagði að sitt plan B væri að halda bara áfram með plan A."


Roma er í fimmta sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið er dottið úr öllum öðrum keppnum og því aðeins að berjast um að komast aftur í Meistaradeildina.

„Hann bað mig um að treysta sér og ég gerði það, ég leyfði honum að fara eftir eigin höfði. Við gáfum honum lyklana að félaginu en núna er ástandið hörmulegt.

„Við höfum aldrei verið með jafn marga leikmenn frá vegna meiðsla og eigum í hættu á að enda neðar en í 3. sæti í fyrsta sinn síðan 2014."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner