Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   sun 19. apríl 2015 19:20
Elvar Geir Magnússon
Arnþór Ari: Ég vil ekki fá sekt!
Blikar unnu Fótbolta.net mótið og eru nú komnir í úrslit Lengjubikarsins.
Blikar unnu Fótbolta.net mótið og eru nú komnir í úrslit Lengjubikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mikill iðnaður. Þetta var iðnaðarsigur," sagði Arnþór Ari Atlason, leikmaður Breiðabliks, eftir 1-0 sigur gegn Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins. Blikar mæta KA í úrslitum á fimmtudag.

„Við kláruðum leikinn og það skiptir máli. Þetta var hinsvegar ekki fallegur fótbolti og við getum spilað miklu betur að mínu mati. Við komum okkur í úrslitaleikinn og það stefndum við á."

Arnþór skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni.

„Þetta var lúxus mark. Ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart. Ég smurði hann þarna í vinkilinn og vonandi geri ég meira af þessu."

„Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega og vonandi held ég því áfram inn í mótið."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en í miðju viðtali klæðir Arnþór sig í bol til að losna við að fá sekt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner