Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Metáhorf ef Man Utd og Liverpool eru ekki með í jöfnunni
David Luiz var skúrkurinn í tapi Arsenal gegn Manchester City.
David Luiz var skúrkurinn í tapi Arsenal gegn Manchester City.
Mynd: Getty Images
Mirror fjallar um það að vel hafi verið horft á leik Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enska úrvalsdeildin byrjaði aftur að rúlla í gær eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli, og þá vann Manchester City þægilegan sigur á Arsenal.

Leikið er fyrir luktum dyrum og því horfa fleiri fótboltaáhugamenn á leikina heima í stofu. Sky Sports sýndi leik Man City og Arsenal í gær og voru áhorfstölurnar með hæsta móti.

Sagt er að 3,4 milljónir hafi horft á leikinn á Sky Sports sem er nýtt met hjá stöðinni þegar kemur að leik í ensku úrvalsdeildinni, leik þar sem vinælustu liðin - Liverpool og Manchester United - eru ekki að spila í.

Það er Síminn Sport sem sýnir leiki ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi, en tveir leikir verða í dag.

Leikir dagsins:
17:00 Norwich - Southampton (Síminn Sport)
19:15 Tottenham - Man Utd (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner