Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. febrúar 2024 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Arblaster framlengir við Sheffield United
Mynd: Getty Images
Hinn ungi og efnilegi miðjumaður Oliver Arblaster hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Sheffield United.

Arblaster, sem er 19 ára gamall, var á dögunum kallaður aftur til United frá Port Vale, þar sem hann hafði eytt fyrri hluta leiktíðarinnar á láni.

Leikmaðurinn spilaði fjóra leiki með Sheffield United á síðustu leiktíð er liðið kom sér upp í ensku úrvalsdeildina.

Hann hefur nú framlengt við United til 2028 og gæti spilað stóra rullu í lokakafla tímabilsins.

Arblaster er fastamaður í U20 ára landsliði Englands, þar sem hann hefur spilað fjóra leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner