Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Erik Tobias Sandberg til ÍA (Staðfest)
Mynd: ÍA
ÍA tilkynnti í kvöld komu norska varnarmannsins Erik Tobias Sandberg en hann kemur til félagsins frá Jerv í Noregi. Samningurinn gildir út 2025.

Sandberg er 23 ára gamall miðvörður sem er uppalinn í Lilleström en hann á 103 leiki í öllum keppnum með uppeldisfélagi sínu, Skeid og Jerv.

Alls á hann 31 leik í efstu deild og hefur hann þá spilað 54 leiki og skorað 3 mörk fyrir öll yngri landslið Noregs.

Sandberg hefur nú samið við ÍA um að spila með liðinu næstu tvö tímabil, en hann var kynntur hjá félaginu í kvöld.

Þessi áhugaverði Norðmaður er einn af betri vinum Erling Braut Haaland, framherja Manchester City, en þeir voru saman í rappsveitinni 'Flow Kings' og spiluðu þá saman með yngri landsliðum Noregs.

Það er því vel við hæfi að birta myndband af laginu 'Kygo Jo' með rappsveitinni, en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner