Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Skil ekki af hverju Hodgson er ennþá í þessu
Mynd: EPA

Roy Hodgson er að öllum líkindum hættur í þjálfun eftir að hann var látinn taka pokann sinn hjá Crystal Palace.


Hodgson er orðinn 76 ára gamall en hann veiktist í síðustu viku en þá höfðu þegar komið út sögur um að hann yrði rekinn frá félaginu.

Hodgson stýrði Liverpool frá 2010-2011 en Jurgen Klopp stjóri Liverpool liðsins í dag tjáði sig um reynsluboltann.

„Ég held ég hafi sagt það nokkrum sinnum, ég skil ekki af hverju hann er ennþá að vinna þessa vinnu. Hann skilur eflaust mínar aðstæður vel en ég skil ekki hvað hann er að gera. Hann er einn af þeim bestu sem ég hef kynnst. Hann hefur verið lengi í bransanum og er hokinn af reynslu," sagði Klopp.

„Það er vandamál í okkar bransa að þegar það gengur ekki svo vel er fólk fljótt að gleyma góðu tímunum. Það var staðan hjá Palace, fólk var að byðja um að hann yrði rekinn, þeir höfðu pottþétt gleymt hversu vel gekk áður fyrr hjá honum."

Hann tjáði sig einnig um veikindi Hodgson.

„Ég vona að hann sé við góða heilsu. Ég vona það því þetta var auðvitað sjokk þegar maður heyrði í síðustu viku að hann hafi orðið veikur á æfingu. Það á ekki að gerast, ég vona að honum líði vel og þegar hann nær heilsu óska ég honum alls hins besta. Það er synd að ég hafði ekki getað kvatt hann almennilega því við mæætumst nokkuð oft og okkur líkar vel við hvorn annan," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner