Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Savio fer til Man City í sumar - Allt klappað og klárt
Mynd: EPA
Brasilíski vængmaðurinn Savio mun ganga í raðir Manchester City í sumar en nú hefur verið skrifað undir alla pappíra þess efnis. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Savio er 19 ára gamall og er þessa stundina á láni hjá Girona frá Troyes í Frakklandi.

Hann hefur farið á kostum með Girona í La Liga þar sem hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp sjö.

Manchester City hefur náð samkomulagi við Troyes um kaup á Savio en verðmiðinn kemur ekki fram.

Romano greindi frá því í gær að búið væri að skrifa undir alla pappíra varðandi félagaskipti Savio og gengur hann því formlega til liðs við Man City í sumar.

Girona, Man City og Troyes eru öll í eigu hlutafélagsins City Football Group.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner