Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 18:23
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Fram og ÍA: Rúnar Már byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Viðureign Fram og ÍA í 7. umferð Bestu deildar karla hefst á eftir klukkan 19:15. Byrjunarliðin voru að detta í hús, en síðasti leikur beggja þessara liða var í Mjólurbikarnum og því má búast við töluverðum breytingum á liðnum frá þeim leikjum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram gerir 5 breytingar á liði sínu, en þeir breyttu liði sínu töluvert þegar þeir mættu ÍH í bikarnum. Ólafur Íshólm Ólafsson, Þorri Stefán Þorbjörnsson, Tryggvi Snær Geirsson, Magnús Þórðarson og Tiago Fernandes koma allir inn í liðið en Stefán Þór Hannesson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Breki Baldursson og Viktor Bjarki Daðason fá sér sæti á bekknum. Egill Otti Vilhjálmsson sem byrjaði þann leik er ekki í hóp.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir 2 breytingar á liði sínu. Rúnar Már Sigurjónsson og Marko Vardic koma inn í byrjunarliðið en Arnleifur Hjörleifsson og Ingi Þór Sigurðsson setjast á bekkinn.


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Byrjunarlið ÍA:
0. Rúnar Már S Sigurjónsson
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner