Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en þetta er í fimmta sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun.
Manchester City varð Englandsmeistari í fjórða sinn í röð um helgina en það varð fyrsta félagið til að ná þeim áfanga.
Enska úrvalsdeildin tilkynnti stjóra ársins á samfélagsmiðlum í kvöld en Guardiola hlaut verðlaunin annað tímabilið í röð.
Aðeins einn stjóri hefur tekist að hafa betur gegn Guardiola síðustu ár en Jürgen Klopp vann verðlaunin tvisvar síðustu fjögur ár.
Introducing your 2023/24 @BarclaysFooty Manager of the Season...
— Premier League (@premierleague) May 21, 2024
???? Pep Guardiola ????#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/HM6kPzb8Eg
Athugasemdir