Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
banner
   sun 21. júní 2015 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir Guðjóns: Kemur á óvart ef það verða ekki 3000 manns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjafréttir
Stórleikur 9. umferðar er án efa leikur FH og Breiðabliks sem fram fer í Kaplakrika í kvöld.

Þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar, FH á toppnum með 19 stig en Blikar með 18 í 2. sætinu.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir að leikurinn leggist mjög vel í hann.

„Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru ósigraðir í deildinni. Þetta verður góður leikur. Tvö góð knattspyrnulið."

Bæði lið spiluðu í bikarnum á fimmtudaginn, Blikarnir fóru í framlengingu þar sem þeir töpuðu gegn 1. deildarliði KA. Heimir reiknar ekki með því að það eigi eftir að skipta máli í kvöld.

„Menn hafa verið að æfa vel yfir veturinn og eiga að þola eitthvað smá álag. Ég held að það eigi ekki eftir að hjálpa okkur neitt á sunnudaginn."

„Ef við höldum hinsvegar að það hjálpi okkur þá lendum við í veseni."

„Mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við eigum töluvert inni. Við getum spilað betur og lengt spilkaflana hjá okkur. Það er bara 9. umferð og við stefnum á að reyna bæta okkur," sagði Heimir sem býst við því að allir leikmenn liðsins verði tilbúnir í slaginn í kvöld, fyrir utan Jonathan Hendricks sem er enn meiddur. Heimir vonast eftir góðri mætingu á völlinn í kvöld.

„Það kæmi mér á óvart ef það verður ekki 3000 manns á vellinum."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner