Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 21. júlí 2017 15:01
Magnús Már Einarsson
Edu Cruz aftur í Grindavík (Staðfest)
Admir Kubat kemur ekki
Edu í baráttunni í leik með Grindavík í fyrra.
Edu í baráttunni í leik með Grindavík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur fengið spænska varnarmanninn Edu Cruz aftur í sínar raðir.

Edu var fastamaður hjá Grindavík þegar liðið fór upp úr Inkasso-deildinni í fyrra. Í vetur fór hann síðan til Raufoss í norsku C-deildinni

„Við erum að sækja leikmann sem við þekkjum mjög vel og hann þekkir okkur. Hann kemur í góðu formi frá Raufoss í Noregi. Það er mjög ánægjulegt að hann komi aftur," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Grindvíkingar höfðu áhuga á að fá varnarmanninn Admir Kubat í sínar raðir frá Þrótti Vogum en þær samningaviðræður sigldu í strand.

„Það gekk ekki upp. Við náðum ekki samkomulagi við hann," sagði Óli.

Edu er kominn með leikheimild með Grindavík og hann er því klár í slaginn gegn Stjörnunni á sunnudag. Jón Ingason er í banni í þeim leik en Grindvíkingar missa hann einnig í skóla í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Mættur í Draumaliðsdeildina
Edu er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Þú getur keypt hann í þitt lið!



Athugasemdir
banner
banner