Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   fim 22. febrúar 2024 09:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Oscar Bobb að fá nýjan langtíma samning hjá Man City
Manchester City er nálægt því að ganga frá langtíma samning við Norðmanninn Oscar Bobb.

Bobb hefur verið hluti af aðalliðinu á þessu tímabili og spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu í úrvalsdeildinni á dögunum þegar City lagði Brentford.

Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark þegar hann tryggði liðinu sigur gegn Newcastle í síðasta mánuði með marki í uppbótatíma.

Bobb er tvítugur og hefur spilað sextán leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk. Hann á að baki fjóra landsleiki fyrir hönd Noregs og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner