Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 23. apríl 2024 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski sóknarmaðurinn Gary Martin hefur verið lánaður frá Selfossi í Víking Ólafsvík sem leikur í 2. deild.

Fótbolti.net sagði frá því fyrr í dag að Gary væri á leiðinni á Ólafsvík og það hefur núna verið staðfest.

Tilkynning Víkinga
Knattspyrnudeild Víkings Ó., Knattspyrnudeild Selfoss og knattspyrnumaðurinn Gary Martin hafa gert með sér samkomulag um að Gary gangi til liðs við Víking Ó. á láni og spili með liðinu í sumar.

Gary þarf ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenska knattspyrnu. Hann hefur leikið með ÍA, KR, Val, ÍBV og Selfossi á ferli sínum hér á landi. Þá hefur hann skorað 179 mörk í 329 leikjum á Íslandi. Hann hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari, tvívegis orðið bikarmeistari og í þrígang hefur hann verið markakóngur í efstu deild.

Hann hefur einnig spilað með Lokeren í Belgíu og Lilleström í Noregi.

Til gamans má geta að hann hefur níu sinnum mætt Víkingi Ó. á knattspyrnuvellinum. Þar hefur hann unnið 7 leiki og gert tvö jafntefli. Þá hefur hann skorað 9 mörk í þessum níu leikjum.

Við bjóðum Gary velkominn til Ólafsvíkur og væntum mikils af honum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner