Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 23. apríl 2024 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið búið hjá Kristian Hlyns?
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson er að glíma við meiðsli og mögulega er tímabilið búið hjá honum.

John van 't Schip, þjálfari Ajax, sagði frá því í dag að Kristian verði frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.

Tímabilið hjá Ajax klárast eftir þrjár vikur og það er því spurning hvort Kristian komi meira við sögu á tímabilinu.

Kristian, sem er tvítugur að aldri, hefur átt virkilega flott tímabil með Ajax og fest sig í sessi í byrjunarliði stærsta félags Hollands.

Ajax er sem stendur í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner