Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var ánægður með stigin þrjú gegn ÍR í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Selfoss 3 - 1 ÍR
„Sem betur fer eigum við eina Katrínu Ágústsdóttur þarna upp á topp sem nær að fá boltann í skrokkinn og negla honum í fjærhornið," sagði Bjössi eftir leikinn.
„Þetta ÍR lið er gríðarlega vel spilandi. Fyrsti leikur þeirra gegn Fram gaf ranga mynd af því hvers konnar lið þær eru. Þær vilja spila fótbolta og eru allan tímann að reyna á varnarleik andstæðingsins. Við lentum í tómu basli með þær, sérstaklega í seinni hálfleik."
Björn er ánægður með framlag eldri og reyndari leikmanna í þessu unga Selfossliði.
„Við erum með sjö stig úr fyrstu þremur leikjunum, erum taplausar og ég get ekki annað en verið sáttur með þetta unga lið sem við erum að setja saman."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir