Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 23. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Modric kveður Kroos: Ég mun sakna þín kæri vinur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er búinn að kveðja Toni Kroos eftir tíu ár saman hjá Real Madrid.

Kroos tilkynnti á dögunum að hann væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna en hann er 34 ára gamall og kom við sögu í 46 leikjum á frábæru tímabili hjá Real Madrid.

Tilkynning hans kom mörgum í opna skjöldu og hefur kveðjuskilaboðum rignt yfir Kroos.

Kroos og Modric léku saman á einni öflugustu miðju heimsfótboltans auk þess að vera algjörir lykilmenn í sterkum landsliðum Þýskalands og Króatíu.

„Það er mjög erfitt að skrifa þessi orð. Fótboltaheimurinn er sorgmæddur vegna þess að sögulegur leikmaður er að leggja skóna á hilluna og ég er einnig mjög sorgmæddur. Þú ert goðsögn í fótboltaheiminum og goðsögn hjá Real Madrid," skrifaði Modric á Instagram.

„Ég naut þess virkilega að spila við hlið þér á miðjunni hjá Real Madrid, þú hefur hæfileika sem eru einstakir - það mun aldrei vera neinn annar Toni Kroos í fótboltaheiminum. Saman upplifðum við ógleymanleg kvöld í Meistaradeildinni og á Bernabéu. Við munum aldrei gleyma þessum stundum.

„Þú afrekaðir allt sem þú gast afrekað hérna. Ég mun sakna þín kæri vinur."



Athugasemdir
banner
banner