Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 11:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Feyenoord hafnaði fyrsta tilboði Liverpool í Slot
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: Getty Images
Hollendingurin Arne Slot er greinilega orðinn fyrsti kostur í leit Liverpool að nýjum stjóra.

Jurgen Klopp er að hætta eftir tímabilið og hafa margir verið orðaðir við starfið. Núna eru línur farnar að skýrast en Liverpool er í viðræðum við hollenska félagið Feyenoord um Slot.

The Athletic segir frá því í dag að Feyenoord hafi hafnað fyrsta tilboði Liverpool í stjórann.

Fyrsta tilboðið frá Liverpool hljóðaði upp á 9 milljónir evra, en Slot sjálfur er sagður spenntur fyrir því að fara til Liverpool.

Hann átti að sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í dag vegna leiks Feyenoord gegn Go Ahead Eagles sem fram fer á morgun en fundinum var aflýst.

Hinn 45 ára Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins 2023. Liðið vann hollenska bikarinn á þessu tímabili og er sem stendur í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool var lengi vel á eftir Xabi Alonso áður en hann tók ákvörðun um að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Portúgalinn Ruben Amorim hefur einnig verið orðaður við enska félagið en hann mun væntanlega tilkynna á laugardaginn að hann verði áfram hjá Sporting.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner