Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Gylfi með tvær stoðsendingar í öruggum sigri - KR skoraði níu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur vann öruggan sigur á FH í Bestu deildarslagnum í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Valsmenn byrjuðu leikinn betur en Tryggvi Hrafn Haraldsson komst í góða stöðu snemma leiks en skot hans fyrir utan vítateiginn fór rétt framhjá. Stuttu síðar fékk Kristinn Freyr Sigurðsson færi eftir hornspyrnu en setti boltann rétt yfir.

Hólmar Örn Eyjólfsson kom Val yfir með skalla eftir hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem var að spila sinn fyrsta leik gegn uppeldisfélaginu sínu, FH.

Patrick Pedersen bætti öðru markinu við eftir sendingu frá Jónatani Inga Jónssyni áður en Tryggvi Hrafn innsiglaði sigur Vals eftir undirbúning Gylfa. Valsmenn sundurspiluðu vörn FH áður en Gylfi renndi boltanum á Tryggva sem skoraði.

Önnur stoðsending Gylfa gegn gömlu félögunum.

Grétar Snær Gunnarsson var rekinn af velli í liði FH eftir slæma tæklingu en hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í um korter.

KR fór illa með KÁ sem leikur í fjórðu deild þar sem Eyþór Wöhler innsiglaði 9-2 sigur en KÁ komst þú yfir í leiknum. George Nunn var svo hetja HK þegar hann tryggði liðinu nauman 2-1 sigur á Þrótti.

Þróttur R. 1 - 2 HK
0-1 George Johannes Nunn ('5 )
1-1 Viktor Andri Hafþórsson ('54 )
1-2 George Johannes Nunn ('87 )
Lestu um leikinn

Valur 3 - 0 FH
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson ('5 )
2-0 Patrick Pedersen ('39 )
3-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('51 )

Rautt spjald: Grétar Snær Gunnarsson , FH ('86) Lestu um leikinn

KÁ 2 - 9 KR
1-0 Bjarki Sigurjónsson ('3 )
1-1 Benoný Breki Andrésson ('14 )
1-2 Luke Morgan Conrad Rae ('42 )
1-3 Benoný Breki Andrésson ('45 )
1-4 Luke Morgan Conrad Rae ('49 )
2-4 Bjarki Sigurjónsson ('55 , víti)
2-5 Axel Óskar Andrésson ('57 )
2-6 Alex Þór Hauksson ('85 )
2-7 Óðinn Bjarkason ('87 )
2-8 Óðinn Bjarkason ('89 )
2-9 Eyþór Aron Wöhler ('90 )
Rautt spjald: Samuel Frederick Blair, KR ('54) Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner