Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stórfurðulegt atvik í leik hjá Sædísi - Þjálfarinn hljóp á leikmann og reyndi að knúsa dómarann
Jan Jönsson, þjálfari kvennaliðs Stabæk
Jan Jönsson, þjálfari kvennaliðs Stabæk
Mynd: Getty Images
Eitt furðulegasta atvik tímabilsins í úrvalsdeild kvenna í Noregi átti sér stað í leik Vålerenga og Stabæk í gær.

Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, hegðaði sér afar undarlega á hliðarlínunni í leiknum.

Leikmaður Vålerenga var að elta bolta sem var farinn af velli og í innkast. Kantmaður Vålerenga hélt áfram að hlaupa með boltann en óþolinmóður Jönsson hljóp inn á völlinn og keyrði inn í Karinu Sævik, leikmann Vålerenga, í von um að ná boltanum.

Eins og gefur að skilja fékk hann að líta rauða spjaldið, enda gekk hann langt yfir strikið. Hann var svolítið skelkaður í fyrstu en ákvað síðan í kjölfarið að reyna að faðma fjórða dómara leiksins, sem hafði þó engan áhuga á slíku.

MJög undarleg hegðun í alla staði.

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var á varamannabekk Vålerenga og sá þetta því allt saman í beinni, en hún kom ekki við sögu í leiknum. Vålerenga vann leikinn, 3-2 og er áfram með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner