Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 24. apríl 2024 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi hefur snúist hugur og verður áfram hjá Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona tilkynnti fyrr á árinu að Xavi myndi hætta sem stjóri félagsins eftir tímabilið en það útlit fyrir að Joan Laporte forseti félagsins hafi sannfært stjórann um að vera áfram.

Fabrizio Romano greindi frá því að Xavi hafi farið á fund með Laoporta í dag þar sem forsetinn væri að reyna sannfæra Xavi um að halda áfram.

Það er nokkuð ljóst að Xavi mun ekki vinna titil á þessari leiktíð.

Barcelona féll úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tap gegn PSG í síðustu viku. Þá er liðið ellefu stigum á eftir toppliði Real Madrid í deildinni eftir 3-2 tap liðsins í erkifjendaslagnum á Bernabeu um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner