Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Haukar léku sér að Álftnesingum - Tvær þrennur
Haukar unnu þriðja leikinn með sex mörkum eða meira
Haukar unnu þriðja leikinn með sex mörkum eða meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Björg skoraði þrennu fyrir Hauka
Elín Björg skoraði þrennu fyrir Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Völsungur er líka með fullt hús stiga
Völsungur er líka með fullt hús stiga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Haukar unnu auðveldan en um leið magnaðan 7-0 sigur á Álftanesi í 2. deild kvenna í kvöld. Haukar, KR og Völsungur eru öll með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Ótrúlegt en satt voru Haukar að skora sex mörk eða meira í þriðja leiknum í röð.

Liðið vann 6-3 sigur á Fjölni í fyrstu umferðinni og kjöldró Dalvík/Reyni 6-0 í annarri umferð.

Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir skoraði þrennu fyrir Hauka en þær Edda Mjöll Karlsdóttir, Halla Þórdís Svansdóttir, Kristín Erla Halldórsdóttir og Glódís María Gunnarsdóttir skoruðu einnig fyrir Hafnfirðinga.

Haukar eru á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og betri markatölu en bæði KR og Völsungur.

Völsungur vann sannfærandi 3-0 sigur á Einherja á Vopnafirði. Berta María Björnsdóttir, Halla Bríet Kristjánsdóttir og Krista Eik Harðardóttir skoruðu mörkin.

Augnablik vann þá góðan 4-2 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. Edith Kristín Kristjánsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika og þá gerði Guðrún Þórarinsdóttir eitt mark. Ester Lilja Harðardóttir og Emelía Lind Atladóttir gerðu mörk Fjölnis.

Fjölnir 2 - 4 Augnablik
0-1 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('9 )
0-2 Guðrún Þórarinsdóttir ('19 )
1-2 Ester Lilja Harðardóttir ('38 )
2-2 Emilía Lind Atladóttir ('41 )
2-3 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('48 )
2-4 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('88 , Mark úr víti)

Einherji 0 - 3 Völsungur
Mörk Völsungs: Halla Bríet Kristjánsdóttir, Krista Eik Harðardóttir, Berta María Björnsdóttir.

Haukar 7 - 0 Álftanes
1-0 Edda Mjöll Karlsdóttir ('14 )
2-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('25 )
3-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('29 )
4-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('35 )
5-0 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('44 )
6-0 Kristín Erla Halldórsdóttir ('70 )
7-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('81 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Völsungur 6 6 0 0 27 - 1 +26 18
2.    Haukar 6 5 1 0 31 - 11 +20 16
3.    ÍH 7 5 0 2 38 - 16 +22 15
4.    KR 5 4 1 0 21 - 3 +18 13
5.    KH 6 4 1 1 15 - 9 +6 13
6.    Einherji 6 3 1 2 12 - 7 +5 10
7.    Augnablik 5 3 0 2 15 - 9 +6 9
8.    Fjölnir 5 2 0 3 17 - 12 +5 6
9.    Sindri 6 1 1 4 9 - 36 -27 4
10.    Álftanes 6 0 1 5 7 - 21 -14 1
11.    Vestri 6 0 1 5 3 - 22 -19 1
12.    Smári 5 0 1 4 4 - 25 -21 1
13.    Dalvík/Reynir 5 0 0 5 2 - 29 -27 0
Athugasemdir
banner
banner