Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 25. janúar 2023 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skotmark Arsenal fjarverandi á æfingu
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur síðustu daga sterklega verið orðað við Ivan Fresneda sem er leikmaður Real Valladolid á Spáni.

Spænska götublaðið Marca greinir frá því að Fresneda hafi verið fjarverandi þegar Valladolid æfði í dag. Það sé vegna einhverra óþæginda. Fjallað er um að hann muni fljótlega taka ákvörðun varðandi framtíð sína.

Spánverjinn er hægri bakvörður og í ljósi þeirra tíðinda að Arsenal er að lána Cedric Soares til Fulham ýtir það undir að félagið gæti fengið bakvörð inn á móti.

Fresneda er átján ára gamall og hefur einnig verið orðaður við Dortmund. Ef hann fer frá Valladolid, sem allt stefnir í, verður kaupverðið um þrettán milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner