Arsenal hefur síðustu daga sterklega verið orðað við Ivan Fresneda sem er leikmaður Real Valladolid á Spáni.
Spænska götublaðið Marca greinir frá því að Fresneda hafi verið fjarverandi þegar Valladolid æfði í dag. Það sé vegna einhverra óþæginda. Fjallað er um að hann muni fljótlega taka ákvörðun varðandi framtíð sína.
Spænska götublaðið Marca greinir frá því að Fresneda hafi verið fjarverandi þegar Valladolid æfði í dag. Það sé vegna einhverra óþæginda. Fjallað er um að hann muni fljótlega taka ákvörðun varðandi framtíð sína.
Spánverjinn er hægri bakvörður og í ljósi þeirra tíðinda að Arsenal er að lána Cedric Soares til Fulham ýtir það undir að félagið gæti fengið bakvörð inn á móti.
Fresneda er átján ára gamall og hefur einnig verið orðaður við Dortmund. Ef hann fer frá Valladolid, sem allt stefnir í, verður kaupverðið um þrettán milljónir punda.
Athugasemdir