Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 25. apríl 2014 20:51
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Ingimundur Níels sá um Blika í úrslitaleiknum
Ólafur Páll Snorrason fyrirliði FH hampar bikarnum í leikslok.
Ólafur Páll Snorrason fyrirliði FH hampar bikarnum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarmeistarar FH 2014.
Lengjubikarmeistarar FH 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Ragnar Jónsson var gríðarlega sáttur í leikslok.
Jón Ragnar Jónsson var gríðarlega sáttur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verðlaunagripir kvöldsins.
Verðlaunagripir kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 4 FH
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('21)
0-2 Ingimundur Níels Óskarsson ('63)
1-2 Gísli Eyjólfsson ('78)
1-3 Ingimundur Níels Óskarsson ('86)
1-4 Hólmar Örn Rúnarsson ('93)

FH-ingar mættu Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins, stjórnuðu leiknum og uppskáru verðskuldaðan þriggja marka sigur.

Það vantaði öfluga leikmenn hjá báðum liðum en þau mætast í 1. umferð Pepsi-deildarinnar eftir eina og hálfa viku og gæti það hafa spilað eitthvað inn í að menn voru geymdir utan byrjunarliðsins.

Stefán Gíslason, Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson voru allir skráðir sem starfsmenn á bekk hjá Breiðabliki og munar um minna fyrir Kópavogsliðið að hafa verið án þeirra.

Nýjasti leikmaður FH, Kassim Doumbia, er ekki kominn með leikheimild og Davíð Þór Viðarsson var í banni. Emil Pálsson og Atli Viðar Björnsson eru að glíma við smávægileg meiðsli og voru ekki með.

FH-ingar voru mikið öflugri í fyrri hálfleiknum en leikurinn fór þó rólega af stað. Ingimundur Níels Óskarsson skoraði með fyrsta skoti leiksins. Markið var stórglæsilegt. Hinn ungi Böðvar Böðvarsson átti frábæra sendingu á Ingimund sem átti svo enn betra skot rétt fyrir utan teig, boltinn söng í netinu.

FH komst nálægt því að bæta við marki fyrir hlé. Fyrst missti Atli Guðnason boltann frá sér í ákjósanlegri stöðu og svo hitti Ingimundur boltann illa í dauðafæri. FH 1-0 yfir í hálfleik.

Blikar gerðu tvær breytingar í hálfleik en FH-ingar héldu yfirhöndinni og kom Ingimundur boltanum í stöngina áður en Sam Hewson átti skot framhjá.

Hafnfirðingar héldu áfram að sækja og uppskáru mark þegar Ingimundur bætti öðru við eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Árna Antoníusarsyni.

Blikar færðu sig framar á völlinn og byrjuðu að bíta frá sér eftir seinna mark FH-inga. Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn með skalla eftir fyrirgjöf.

Blikar voru að reyna að ná jöfnunarmarki þegar Ingimundur gerði endanlega út um leikinn með sínu þriðja marki. Hann slapp í gegn eftir sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni, lék á markvörð Blika og skoraði í autt markið.

Hólmar Örn Rúnarsson rak síðasta naglann í kistu Blika með marki í uppbótartíma og eru FH-ingar meistarar Lengjubikarsins í ár eftir verðskuldaðan sigur.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1 Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m) (f)
4 Damir Muminovic
5 Elfar Freyr Helgason
6 Jordan Leonard Halsman
11 Olgeir Sigurgeirsson
18 Davíð Kristján Ólafsson
21 Guðmundur Friðriksson
30 Andri Rafn Yeoman
26 Páll Olgeir Þorsteinsson
27 Tómas Óli Garðarsson
9 Elfar Árni Aðalsteinsson

Byrjunarlið FH:
12 Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
16 Jón Ragnar Jónsson
2 Sean Michael Reynolds
5 Pétur Viðarsson
3 Guðjón Árni Antoníusson
21 Böðvar Böðvarsson
6 Sam Hewson
25 Hólmar Örn Rúnarsson
7 Ingimundur Níels Óskarsson
22 Ólafur Páll Snorrason (f)
11 Atli Guðnason
Athugasemdir
banner