Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 25. ágúst 2013 15:56
Valur Páll Eiríksson
1. deildin: BÍ/Bolungarvík með sterkan sigur á KA í markaleik
Theo Furness skoraði tvö í dag.
Theo Furness skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
BÍ/Bolungarvík 4 - 2 KA
1-0 Theo Furness (´54)
1-1 Ivan Dragicevic (´59)
1-2 Bjarki Baldvinsson (´65)
2-2 Dennis Nielsen (´67)
3-2 Theo Furness (´78)
4-2 Ben J. Everson (´85)

BÍ/Bolungavík fékk KA í heimsókn í síðasta leik 18. umferðar 1. deildar karla.

Eftir markalausan fyrri hálfleik lifnaði heldur betur yfir þessu í þeim síðari. Theo Furness kom heimamönnum yfir á 54. mínútu en tíu mínútum síðar voru KA-menn búnir að skora tvö og komnir yfir.

Einungis tveimur mínútum eftir síðara mark KA skoraði Dennis Nielsen jöfnunarmark BÍ. Mínútu síðar gerðu Vestfirðingar tvöfalda skiptingu. Hún skilaði sér heldur betur en Theo Furness skoraði sitt annað mark í leiknum á 78. mínútu.

Ben J. Everson rak svo smiðshöggið á 85. mínútu er hann kom BÍ í 4-2 og þar við sat.

BÍ áfram í 4. sæti, þremur stigum frá toppnum en KA-menn í 9. sæti, átta stigum frá fallsæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner