Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 26. febrúar 2024 14:35
Hafliði Breiðfjörð
Vardic líklega ekki með langtíma meiðsli - Sæti haldið frá fyrir Rúnar Má
Hljómsveit klár fyrir Erik Tobias
Vardic missir líklega bara af tveimur leikjum eftir meiðsli um helgina.
Vardic missir líklega bara af tveimur leikjum eftir meiðsli um helgina.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Þór fagnar sigri í Lengjudeildinni í fyrra með börnunum sínum.
Jón Þór fagnar sigri í Lengjudeildinni í fyrra með börnunum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru tilbúnir með rappsveit fyrir Erik Tobias.
Skagamenn eru tilbúnir með rappsveit fyrir Erik Tobias.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Betur fór en á horfðist hjá Marko Vardic varnarmanni ÍA um helgina en hann meiddist í 6-0 sigrinum á Dalvík/Reyni í Lengjubikarnum á laugardaginn og í fyrstu óttuðust menn að krossband gæti verið slitið sem hefði þýtt að hann missti af tímabilinu. Nú eru allar líkur á að meiðslin séu mun minni og hann missi bara af tveimur næstu leikjum.

„Við eigum eftir að fá það staðfest en mjög líklega er þetta minniháttar," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA við Fótbolta.net í dag en Vardic hefur staðið sig mjög vel með ÍA síðan hann kom frá Grindavík í vetur.

,Hann missir líklega af næstu tveimur leikjum hjá okkur, en við erum að bíða eftir niðurstöðu úr myndatöku. Líklega er þetta smávægileg tognun á liðbandi í hnénu."

Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að Rúnar Már Sigurjónsson færi með liðinu í æfingaferðina en Jón Þór sagði við Fótbolta.net í dag að það sé ekki enn staðfest. Rúnar Már á hús á Akranesi og er félagslaus sem stendur eftir að hafa verið í langan tíma í atvinnumennsku erlendis.

„Það er ekkert staðfest í þeim efnum, við erum að vonast til þess," sagði Jón Þór um hvort Rúnar Már færi með í æfingaferðina.

„Það er ekki búið að ganga frá neinu en við höldum sæti fyrir hann ef það gengur. Við förum 7. mars til Tenerife," bætti hann við.

Skagamenn eiga leik gegn Víkingi Reykjavík á miðvikudaginn og Leikni á sunnudaginn og í kjölfar þess er komið að æfingaferðinni.

Félagið fékk norska miðvörðinn Erik Tobias Sandberg á dögunum og Jón Þór segir að þar með sé félagið að fara að loka leikmannahópnum.

„Eril Tobias lítur mjög vel út, við erum gríðarlega ánægðir með hann hingað til en það reyndi ekkert á hann um helgina þegar hann spilaði seinni hálfleikinn á móti Dalvík og stóð sig mjög vel. Hann fær stærra próf á miðvikudaginn þegar Víkingarnir koma."

Eins og Fótbolti.net sagði frá í síðustu viku var sá norski í rappsveit með Erling Braut Haaland leikmanni Manchester City og saman gerðu þeir áhugavert myndband. Jón Þór segir enga myndbandsgerð hafna á Skaganum en hljómsveit sé klár vilji hann taka þátt.
„Við erum með hörkuband ef það kemur til þess. Hlynur Sævar, Arnór Smárason og Steinar Þorsteinsson eru klárir og svo er Viktor Jónsson liðtækur rappari," sagði Jón Þór léttur í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner