Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   sun 26. maí 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al Ahly vann Meistaradeild Afríku í tólfta sinn
Mohamed Afsha kom við sögu í sigrinum.
Mohamed Afsha kom við sögu í sigrinum.
Mynd: Getty Images
Egypska stórveldið Al Ahly vann sinn tólfta meistaradeildartitil með 1-0 sigri gegn Esperance Tunis í úrslitaleiknum í gær.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Túnis en Al Ahly vann heimaleikinn í gær þökk sé sjálfsmarki sem var skorað eftir hornspyrnu í upphafi leiks. Al Ahly var sterkari aðilinn og verðskuldaði sigurinn fyllilega.

Al Ahly er sigursælasta félag í sögu afrísku Meistaradeildarinnar og var að vinna keppnina annað árið í röð. Félaginu hefur tekist að sigra keppnina fjórum sinnum og endað einu sinni í öðru sæti á síðustu fimm árum.

Liðinu tókst að fara taplaust í gegnum tímabilið í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan 2005. Marcel Koller, fyrrum landsliðsmaður Sviss, þjálfar Al Ahly.

Bæði Al Ahly og Esperance munu taka þátt í HM félagsliða í Bandaríkjunum á næsta ári, ásamt Wydad Casablanca og Mamelodi Sundowns.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner