Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 20:23
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Höfum sjaldan skapað svona mörg færi
Icelandair
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson byrjaði að óska Króötum til hamingju með sigurinn gegn Íslandi á fréttamannafundi eftir leikinn í kvöld.

„Fyrsta í lagi þá vil ég óska Króatíu með sigurinn og hvernig þeir hafa leikið á mótinu. Við óskum þeim alls hins besta, miðað við þessi gæði þá kæmi mér það ekki á óvart ef þeir færu alla leið," sagði Heimir sem fór síðan yfir hans skoðun á leiknum.

„Leikurinn var eins og við áttum von á. Við höfum leikið oft við þá og vissum að þeir yrðu meira með boltann. Ég er ánægður með fyrri hálfleikinn síðan fáum við á okkur mark í upphafi seinni hálfleikinn," sagði Heimir og bætti við.

„Við höfum ekki spilað marga leiki gegn jafn sterku liði og Króatíu sem við höfum skapað jafn mörg færi og núna. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni og hvað strákarnir sýndu mikinn karakter. Við vorum í tækifæri allan leikinn til að koma inn marki allan leikinn. það var mikið sjokk að fá á sig mark en við gáfumst ekki upp og það sýnir karkaterinn."

„Við skyldum allt eftir á vellinum og leikmenn eiga hrós skilið fyrir þennan leik. Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og gefast aldrei upp. Við áttum möguleika til að komast áfram alveg þangað til á síðustu sekúndu en við erum allir vonsviknir að komast ekki áfram," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner