Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Galdur og félagar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni unglingaliða
Galdur Guðmunds er á mála hjá FCK í Danmörku
Galdur Guðmunds er á mála hjá FCK í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Galdur Guðmundsson og félagar hans í danska liðinu FCK eru komnir áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar unglingaliða eftir að liðið vann MSK Zilina frá Slóvakíu í vítakeppni.

Blikinn var í byrjunarliði FCK og var það danska liðið sem tók forystuna á 6. mínútu er Amin Chiakha skoraði eftir sendingu Emil Höjlund, yngri bróður Rasmus, sem er á mála hjá Manchester United.

Nokkrum mínútum áður hafði Mario Sauer klúðrað vítaspyrnu en hann bætti upp fyrir það á 10. mínútu með góðu jöfnunarmarki.

Galdur fór af velli á 69. mínútu leiksins en félagar hans þurftu að fara með leikinn alla leið í vítakeppni þar sem FCK hafði betur, 4-2, og eru því þeir komnir áfram í 8-liða úrslit.

FCK mætir annað hvort Red Bull Salzburg eða Nantes þann 12. eða 13. mars.


Athugasemdir
banner
banner