Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   fös 29. júlí 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 17. sæti - „Átti veggspjald af Keegan"
Fulham
Mitrovic var algjörlega magnaður á síðustu leiktíð.
Mitrovic var algjörlega magnaður á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Stjórinn Marco Silva er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Stjórinn Marco Silva er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Harry Wilson er öflugur leikmaður.
Harry Wilson er öflugur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Bjartur Logi er stuðningsmaður Fulham.
Bjartur Logi er stuðningsmaður Fulham.
Mynd: Úr einkasafni
Frá Craven Cottage, heimavelli Fulham.
Frá Craven Cottage, heimavelli Fulham.
Mynd: Getty Images
Kevin Keegan.
Kevin Keegan.
Mynd: Getty Images
Hvar endar Fulham á komandi keppnistímabili?
Hvar endar Fulham á komandi keppnistímabili?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er rúm vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst eru það nýliðar Fulham sem er spáð 17. sæti.

Um Fulham: Hafa verið eitthvað mesta jójó-lið Englands síðustu árin; upp og niður, upp og niður. Núna eru þeir mættir upp aftur eftir að hafa sýnt mikla yfirburði í Championship-deildinni á síðustu leiktíð þar sem þeir voru efstir frá nánast upphafi til enda. Síðustu tvö skiptin sem þeir hafa farið upp, þá hafa þeir farið rakleiðis beint aftur niður. Hvað gerist núna?

Marco Silva, stjóri Fulham, væri örugglega verið til í að vera búinn að fá fleiri nýja leikmenn inn á þessum tímapunkti en það hefur gengið erfiðlega hjá félaginu að koma leikmönnum í gegnum dyrnar. Það eru þrír leikmenn komnir inn en þeir eru eflaust fleiri á leiðinni.

Komnir:
João Palhinha frá Sporting - 17 milljónir punda
Andreas Pereira frá Manchester United - 10 milljónir punda
Manor Solomon frá Shakhtar Donetsk - á láni

Farnir:
André Zambo Anguissa til Napoli - 10,2 milljónir punda
Fabio Carvalho til Liverpool - 5 milljónir punda
Jean Michaël Seri til Hull - frítt
Steven Sessegnon til Charlton - á láni
Michael Hector fékk ekki nýjan samning
Fabri fékk ekki nýjan samning
Alfie Mawson fékk ekki nýjan samning
Cyrus Christie fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Tosin Adarabioyo, Harry Wilson og Aleksandar Mitrovic
Leikmenn sem voru mjög öflugir fyrir Fulham í fyrra. Verður sérstaklega áhugavert að sjá hvernig Mitrovic fylgir því ótrúlega tímabili sem hann átti í fyrra þegar hann skoraði 43 mörk í 44 deildarleikjum. Hefur aldrei skorað meira en ellefu mörk í úrvalsdeildinni; gerir hann það núna?Síðan þá hef ég fylgt liðinu í gegnum súrt og sætt
Bjartur Logi Finsson er mikikill stuðningsmaður Fulham. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Fulham af því að... Ég byrjaði að halda með liðinu 1998 en það ár tók Kevin Keegan við taumunum hjá liðinu. Ég mundi eftir því að hafa átt veggspjald af Keegan þegar ég var yngri þar sem hann hafði unnið Ballon d'Or 78 eða 79. Og síðan þá hef ég fylgt liðinu í gegnum súrt og sætt.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var náttúrulega æðislegt. Liðið byrjaði af krafti og fór á toppinn en dalaði svo örlítið í lok nóvember ef ég man það rétt. Þeir komu svo aftur og litu aldrei til baka. Það má reikna með að brekkan verði brött á komandi tímabili líkt og áður þar sem margir eru farnir frá liðinu og búið að fá nýja leikmenn til liðs við hópinn og það mun taka tíma að spila hópinn saman. Að vanda eru miklar vonir bundnar við Mitrovic enda setti hann 43 mörk í 44 leikjum á síðasta tímabili. Liðið fékk til sín João Maria Lobo Alves Palhinha, portúgalskan landsliðsmann sem á að byggja liðið í kringum á næsta tímabili.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Ég hef heimsótt Craven Cottage, lítill völlur sirka 19-20.000 sæti (en það er verið að stækka hann). Hann er á besta stað í London, stendur við ánna Thames og hefur liðið átt heimavöll þarna frá upphafi held ég að ég geti staðfest. Fulham er elsta starfandi félagið í London, stofnað 1879. Það verður enginn svikinn af stemmingunni þarna.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Fyrirliðinn Tom Cairney, hörku leikmaður sem hefur lent í smá meiðslum en er kominn aftur enn sterkari til baka. Hann er búinn að vera hjá liðinu síðan 2015.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Við megum helst ekki missa marga þar sem hópurinn er ekki mjög breiður. En markvarslan hefur ekki verið ýkja góð hjá liðinu eftir að Edwin van der Sar yfirgaf okkur fyrir Man Utd árið 2005. Við þyrftum trúlega að losa eitthvað pláss í þeirri stöðu.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? João Maria Lobo Alves Palhinha er maðurinn, djúpur miðjumaður. Á vonandi eftir að hjálpa liðinu í að halda sæti sínu meðal þeirra bestu.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Þetta er erfitt en ég myndi sjálfsagt velja einhvern öflugan varnarmann. Er svolítið hrifinn af Tyrone Mings hjá Aston Villa.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Eftir síðasta tímabil get ég ekki verið annað en ánægður með Marco Silva, en það kemur til með að reyna á hann í vetur þegar liðið tekst á við öll þessi topplið á Englandi.

Fulham hefur verið mikið jójó lið síðustu ár... hvað heldurðu að þurfi að breytast svo liðið nái að festa sig í sessi í deild þeirra bestu? Auðvitað þurfum við að byrja á því að halda okkur í deildinni til þess að geta haldið áfram að móta og bæta hópinn okkar. Við höfum horft á eftir alltof mörgum góðum og efnilegum leikmönnum til annarra liða þegar við höfum fallið niður úr úrvalsdeildinni og þurfum að hefja uppbyggingu aftur.

Í hvaða sæti mun Fulham enda á tímabilinu? 15. sæti.
Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner