Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. október 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skreið til Ronaldo með þrjá öryggisverði ofan á sér
Mynd: Getty Images
Það gerðist að minnsta kosti tvisvar í kvöld, á leik Manchester United og Juventus, að áhorfandi hljóp inn á völlinn til að heilsa upp á Cristiano Ronaldo, leikmann Juventus.

Sá fyrri fékk þrjá öryggisverði ofan á sig en tókst samt að fá að taka í höndina á Ronaldo.

Svo þegar leikurinn var búinn hljóp annar maður inn á völlinn til þess að hitta Ronaldo.

„Þetta er allt í lagi, þetta er allt í lagi," sagði Ronaldo við öryggisverði sem reyndu að koma manninum í burtu. Ronaldo tók mynd með manninum áður en hann var leiddur í burtu.

Menn sem fá örugglega ekki að mæta á Old Trafford í náinni framtíð.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hjá Ronaldo og örugglega ekki í það síðasta.

Sjá einnig:
Ronaldo stoppaði öryggisverði - Leyfði „selfie“





Ronaldo er fyrrum leikmaður Man Utd en hann var síðasti leikmaður út af Old Trafford í kvöld. Hann var lengi að þakka stuðningsmönnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner