þri 13. ágúst 2019 10:08
Magnús Már Einarsson
Meiðsli Arnórs Sig ekki alvarleg
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Eyþór Árnason
Arnór Sigurðsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli gegn Sochi í rússnesku úrvalsdeildinni um helgina.

Meiðslin eru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu en Arnór meiddist á ökkla og litur meiðslin í fyrstu illa út.

Að sögn Sigurðar Sigursteinssonar, föður Arnórs, er leikmaðurinn búinn í myndatöku en hann er núna í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum í augnablikinu og það kemur betur í ljós síðar í vikunni hversu lengi hann verður frá. Það ætti þó ekki að vera mjög langur tími.

Næsti leikur CSKA Moskvu er grannaslagur gegn Spartak Moskvu á mánudaginn.

Arnór hefur verið í íslenska landsliðinu sem á framundan leiki í undankeppni EM gegn Moldavíu 7. september og Albaníu 10. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner