Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. nóvember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðskona Jamaíku stungin til bana
Mynd: Getty Images
Yfirvöld í Jamaíku segja að landsliðskonan efnilega Tarania Clarke sé látin eftir að hafa verið stungin í heimalandinu.

Lögreglan í Kingston, höfuðborg Jamaíku, segir að Clarke hafi verið drepin í átökum sem sköpuðust vegna ágreinings um síma.

Clarke lést aðeins tvítug og var hún nýlega búin að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Jamaíku, þar sem hún komst á blað í stórsigri gegn Kúbu í undankeppni fyrir Ólympíuleikana.

Clarke var einnig fyrirliði Waterhouse FC í efstu deild í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner