Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   mið 24. apríl 2024 22:29
Sölvi Haraldsson
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Mynd: Þróttur

Leikurinn spilaðist bara vel. Eins og maður átti svosem von á. Við áttum séns fyrir leik fannst mér og það rættist. Við vorum betri úti á vellinum fannst mér meira og minna allan leikinn en við klúðruðum því.“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir svekkjandi 2-1 tap gegn HK í bikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

Þróttararnir voru mjög góðir í dag gegn liði í deild fyrir ofan en Sigurvin er svekktur með færanýtingu sinna manna í dag.

Þetta er frægt minni í fótboltaheiminum. Ef þú nýtir ekki færin þá verður þér refsað. Eins og t.d. eitt færið sem við fáum hérna þegar hann (Arnþór Ari) bjargar á línu með því að bomba honum í slána. Það eru engin vísindi en ef þú klárar ekki færin sem við fengum í dag þá er líklegt að þú fáir tuskuna í andlitið. Þetta var einhvernveginn týpiskt.“ 

Það er mikil spenna í Laugardalnum fyrir sumrinu en þeir renna blinnt í sjóinn segir þjálfarinn.

Maður rennur blinnt í sjóinn. Við erum búnir að spila fullt af æfingarleikjum í öllum aðstæðum. Stundum líður manni eins og við séum ógeðslega góðir, stundum líður manni bara bágt. En svo kemur þetta bara í ljós 3. maí þegar við fáum sjóðheita Þórsara í heimsókn.

Þórir Guðjónsson var að skrifa undir hjá Þrótti í dag en Sigurvin er spenntur að vinna með Þóri.

Nafnið hans poppaði upp. Hann er búinn að æfa eitthvað með okkur. Síðan þurftum við bara að taka ákvörðun um það hvort við vildum taka hann eða ekki. Ég er bara mjög ánægður með það að hafa fengið hann en síðan verður það líka bara að fá að komast í ljós.“ 

Sigurvin bætir svo við að Björgvin Stefánsson sé ekki kominn í nógu gott leikstand í dag til að þessa leiki. En það kemur með hækkandi sól bætti hann svo við.

Það hefur ekki farið framhjá neinum Þróttara að það á að kjósa um nýtt merki félagsins. Sigurvin finnst þetta vera sniðugt og styður þetta nýja merki en skilur tilfinningarnar á bakvið gamla merkið.

Ég er bara mjög hrifinn af því. Ég er auðvitað ekki með þennan Þróttaragrunn og þessa tilfinningu fyrir gamla merkinu. Ég ér nýr hérna og ég styð þetta bara. Ég vona að það komi nýir tímar hérna með þessu liði sem við erum að smíða hérna. Mér finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki, en ég skil líka tilfinningarnar á bakvið gamla merkið.

Næsti leikur hjá Þrótti er gegn Þór Akureyri í 1. umferð í Lengjudeildinni.

Þetta er bara spenna og óvissa. Ég er spenntur að sjá hvernig við komum undan vetri, þótt það séu einhverjar vísbendingar um það í kvöld. Síðan er ég búinn að sjá einhverja æfingarleiki með Þór enþað verður að koma í ljós hversu frábærir þeir eru. Það er mjög vel látið að þeim, vel mannaðir og spáðir góðu gengi.“ sagði Sigurvin að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner