Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búið að funda - Boltinn hjá leikmönnum
Mynd: Raggi Óla
Í dag kynntu félög úrvalsdeildarinnar fyrir leikmönnum sínum af hverju þau vilja að leikmenn taki á sig launalækkun. Oftast er rætt um 30% lækkun á launum leikmanna.

Aðalástæðan er áætlað tap félagana vegna glataðra sjónvarpstekna. 762 milljónir punda er upphæðin sem félögin verða af í sjónvarpstekjum ef úrvalsdeildin klárast ekki.

Núna er boltinn hjá leikmönnum hvort þeir taki á sig þessa launalækkun eða ekki. Dan Roan, blaðamaður hjá BBC, greinir frá þessu á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner