Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fös 17. maí 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svekktur yfir því að tapa leik. Skilaboðin voru að við ætluðum að koma hingað til þess að sigra. Það var hugarfarið okkar alla vikuna. Í fyrri hálfleik fengum við færi og eitt tilkall í víti. En að sjálfsögðu er ég ánægður með frammistöðu minna manna í kvöld. Þeir lögðu líf og sál í þetta. Það er mikill munur á liðunum, A deild á móti D deild.“ sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari ÍH, eftir 3-0 tap gegn Bestu deildarliði Fram í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 ÍH

Tekur sökina á sig því hann vildi komast í sjónvarpið

Annað markið sem Framarar skoruðu var mjög skrautlegt.

Það var mér að kenna!“ sagði Jón áður en undirritaður náði að klára spurninguna.

En í því marki steig öll varnarlína ÍH upp þegar það kom langur bolti úr aukaspyrnu á miðjum vellinum inn á teiginn. Það fór þannig að einn ÍH-ingurinn beið eftir og átti misheppnaða hreinsun sem varð til þess að Már Ægisson náði að skora og koma Fram í 2-0 forystu.

Við ætluðum að rjúka út og gera þá rangstæður en þú þarft að gera þetta þegar menn eru með betri vínkil og nær markinu. En mig langaði bara svo rosalega til að sjá þetta ganga. Ég sagði við strákana þegar við vorum að æfa þetta í gær að ef þetta gengur verður þetta pottþétt í sjónvarpinu. Þetta verður líklega í sjónvarpinu en af röngum forsendum. Ég kallaði þetta, það er ekki oft sem fótboltaþjálfarar geta kallað kerfi eins og í NFL. Ég kallaði þetta, klúðraði þessu og tek þetta á mig. Þetta klúðraði kannski leiknum.“ bætti hann svo við.

Mun minnast á þetta þar til hann deyr

Jón Páll sást vera aðeins að kýtast í Haraldi Einari í miðjum leik þegar hann var stopp.

Þegar ég þjálfaði Fylkisliðið þá var pabbi hans að þjálfa með mér. Þá hefur hann verið 10 ára eða eitthvað. Svo var hann í FH í einhvern tíma. Manni þykir vænt um menn sem maður kynntist þegar þeir voru ungir og voru í FH. Ég sagði við Brynjar aðstoðarþjálfarann minn eftir að hann lagði upp fyrsta markið að við hefðum aldrei átt að láta þennan gæja fara úr FH.

Jón viðurkennir það að hann sé stoltur að ÍH hafi farið lengst í bikarnum af öllum liðunum í Hafnarfirði.

Ég fór upp í Kaplakrika í dag að leita að Vidda Halldórs, Davíð Þór og Heimi Guðjóns að spurja hvort þeir ætluðu ekki að æfa í dag því við værum að fara að spila. Ég er 41 árs, og á vonandi einhver góð 35 til 40 ár eftir, og ég á eftir að minna á þetta þangað til ég dey.

Ekkert helgarfrí hjá ÍH í fyrsta skiptið á árinu

Næsti leikur ÍH-inga er á Hornafirði gegn Sindramönnum næsta mánudag.

Við erum með þrusulið og þessi leikur gefur okkur vonandi byr undir báða vængi að geta staðið okkur svona á móti alvöru liði. Við erum að fara að spila á Höfn í Hornafirði á mánudaginn. Í fyrsta skiptið á þessu ári er ekki helgarfrí. Við þurfum að æfa á morgun. Ná þessu úr okkur. Við förum í pottinn og gufu í Suðurbæjarlaug. Við verðum þar í hádeginu stelpur. Við ætlum að fara upp.“

En er eitthvað annað sem Jón tekur úr leiknum í kvöld?

„Ég er fertugur. Ég er alinn upp við að horfa á Rúnar Kristins spila fótbolta. Sigga Jóns, Arnar Gunnlaugsson, Guðna Bergsson og alla þessa leikmenn. Þótt ég sé fertugur að þá fer strákurinn aldrei úr mér. Þegar hann er að tala við mig fyrir og eftir leik þá er ég pínu „starstruck“. Fyrsta skiptið á ævinni var ég „starstruck“ þegar ég hitti Ásgeir Elíasson. Ásgeir Elíasson á sérstakan stað í hjarta allra þjálfara. Þetta er náttúrulega félag þar sem hann vann glæstra sigra. Mér fannst bara ógeðslega gaman að keppa á móti liði sem á sögu, hefðir, alvöru umgjörð og gott fólk.“ sagði Jón Páll, þjálfari ÍH, að lokum.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner