Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 17. maí 2024 18:22
Brynjar Ingi Erluson
Palmer besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar
Cole Palmer, leikmaður Chelsea á Englandi, hefur verið valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Palmer, sem er 22 ára gamall, hefur átt stórkostlegt tímabil undir stjórn Mauricio Pochettino.

Hann hefur skorað 22 mörk og gefið 10 stoðsendingar, en hann hefur nú verið valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Englendingurinn er vel að þessu kominn en án hans væri Chelsea ekki nálægt Evrópusæti.

Palmer kom til Chelsea frá Manchester City í byrjun tímabilsins, en Pep Guardiola, stjóri Man City, gat ekki fundið pláss fyrir hann í byrjunarliði sínu og leyfði honum því að fara til Chelsea.


Athugasemdir