Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Varamaðurinn Jón Dagur gerði jöfnunarmark Leuven - Elías Már áfram í umspilinu
Jón Dagur skoraði sjötta deildarmark sitt
Jón Dagur skoraði sjötta deildarmark sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn jón Dagur Þorsteinsson átti frábæra innkomu inn af bekknum í 1-1 jafntefli Leuven gegn St. Truiden í Evrópuriðli belgísku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

HK-ingurinn byrjaði á tréverkinu hjá Leuven en var kynntur til leiks á 67. mínútu, þá í stöðunni 1-0 fyrir St. Truiden.

Sjö mínútum síðar skoraði Jón Dagur jöfnunarmark Leuven, sem var hans sjötta deildarmark á tímabilinu.

Jón Dagur bjargaði stigi fyrir Leuven sem er í 4. sæti riðilsins með 30 stig þegar ein umferð er eftir af deildinni.

Elías Már Ómarsson sat allan tímann á varamannabekk NAC Breda sem slátraði Roda, 5-0, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum hollenska B-deildar umspilsins.

Stöðva þurfti leikinn í nokkur skipti þar sem stuðningsmenn Roda köstuðu glösum og öðru inn á völlinn. Greinilega ekki sáttir við frammistöðu sinna manna.

Leikurinn kláraðist fyrir rest og er Breda því komið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner