Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 17. maí 2024 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn frá Juventus fyrir óviðeigandi hegðun (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hefur rekið ítalska þjálfarann Max Allegri vegna óviðeigandi hegðunar í kringum úrslitaleik bikarsins.

Allegri varð bikarmeistari í fimmta sinn með Juventus eftir 1-0 sigurinn á Atalanta á miðvikudag.

Í leiknum fékk Allegri að líta rauða spjaldið en hann sýndi af sér afar furðulega hegðun á hliðarlínunni. Hann klæddi sig úr jakkanum og tók bindið af sér eftir rauða spjaldið.

Eftir leikinn lenti hann í heiftarlegu rifrildi við ritstjóra ítalska vefmiðilsins TuttoSport en þeir sendu báðir frá sér tilkynningu þar sem kom fram að þeir væru búnir að leysa málin. Ritstjórinn sagði hann hafa átt í hótunum við sig.

Einnig kemur fram að hann hafi hunsað Cristiano Guintoli, stjórnarmann Juventus, eftir leikinn.

Ætlun Juventus var alltaf að láta Allegri fara í sumar, þó hann ætti ár eftir af samningi, en hegðun hans auðveldaði félaginu að reka hann strax.

„Juventus tilkynnir að það hefur leyst Max Allegri frá störfum sem þjálfari karlaliðsins. Brottreksturinn kemur í kjölfarið ákveðinnar hegðunar í og eftir úrslitaleik ítalska bikarsins. Félagið telur hegðun hans ekki í samræmi við gildi Juventus og ekki heldur fyrir þann sem kemur fram fyrir hönd félagsins,“ segir í yfirlýsingu Juventus.

Paolo Montero, fyrrum leikmaður Juventus, mun stýra liðinu út leiktíðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner