Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 17. maí 2024 23:19
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að komast ekki áfram úr bikarnum eftir að liðið hans tapði 3-1 fyrir Val í 16-liða úrslitum í kvöld.


„Við spiluðum fínan leik, og héldum okkur við hugmyndafræði. Mér fannst við spila vel úti á vellinum á móti góðu liði. Þeir eru öflugir varnarlega og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, en mér fannst við fá stöður og fá færi, við skoruðum fínt mark. Það sem drepur okkur er í rauninn bara augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. Þeir fá kannski ekkert mjög margar sóknir í leiknum en þeir refsuðu okkur grimmilega. Þeir eru náttúrulega með frábæra einstaklinga í liðinu og mikil gæði, og refsuðu okkur þegar við vorum ekki 'on'. Þannig að það svona svíður, og svíður líka að ná ekki að skora fleir mörk því að boltinn er að skoppa í teignum, að við séum ekki grimmari að fara í boltan það og ná að setja fleiri mörk."

Það er deildarmunur á liðunum en það var ekkert alltaf að sjá í leiknum. Aftureldingar liðið spilaði leikinn mjög vel og líkur á því að með svona frammistöðu verður gengi þeirra gott í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég er stoltur, eins og ég segi af strjákunum og stoltur af því hvernig við tæklum þennan leik. Þetta var skemmtilegt kvöld, og gaman að sjá umgjörðina sem var í kringum þennan leik. Við vildum sýna að við gætum staðið í svona liði, og mér fannst við gera það bara nánast allan leikinn. Pirrandi með þetta þriðja mark, að við skildum ekki ná að þjarma aðeins meira að þeim í lokin með eins marks mun. Það var margt mjög jákvætt í spilamennskuni okkar og við tökum það með okkur áfram í Lengjudeildina."

Afturelding hefur farið brösulega af stað í Lengjudeildinni en þessi frammistaða gæti mögulega hjálpað þeim í komandi leikjum

„Við getum gert betur en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum, en við erum búnir að vera undir í einhverjar 3 mínútur á tímabilinu. Það er nú ekki meira en það. Þannig að við þurfum bara aðeins að skerpa á okkur og gera betur, og ég er viss um að við munum gera það og við verðum klárir á móti Keflavík á þriðjudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner