Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 17. maí 2024 23:19
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að komast ekki áfram úr bikarnum eftir að liðið hans tapði 3-1 fyrir Val í 16-liða úrslitum í kvöld.


„Við spiluðum fínan leik, og héldum okkur við hugmyndafræði. Mér fannst við spila vel úti á vellinum á móti góðu liði. Þeir eru öflugir varnarlega og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, en mér fannst við fá stöður og fá færi, við skoruðum fínt mark. Það sem drepur okkur er í rauninn bara augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. Þeir fá kannski ekkert mjög margar sóknir í leiknum en þeir refsuðu okkur grimmilega. Þeir eru náttúrulega með frábæra einstaklinga í liðinu og mikil gæði, og refsuðu okkur þegar við vorum ekki 'on'. Þannig að það svona svíður, og svíður líka að ná ekki að skora fleir mörk því að boltinn er að skoppa í teignum, að við séum ekki grimmari að fara í boltan það og ná að setja fleiri mörk."

Það er deildarmunur á liðunum en það var ekkert alltaf að sjá í leiknum. Aftureldingar liðið spilaði leikinn mjög vel og líkur á því að með svona frammistöðu verður gengi þeirra gott í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég er stoltur, eins og ég segi af strjákunum og stoltur af því hvernig við tæklum þennan leik. Þetta var skemmtilegt kvöld, og gaman að sjá umgjörðina sem var í kringum þennan leik. Við vildum sýna að við gætum staðið í svona liði, og mér fannst við gera það bara nánast allan leikinn. Pirrandi með þetta þriðja mark, að við skildum ekki ná að þjarma aðeins meira að þeim í lokin með eins marks mun. Það var margt mjög jákvætt í spilamennskuni okkar og við tökum það með okkur áfram í Lengjudeildina."

Afturelding hefur farið brösulega af stað í Lengjudeildinni en þessi frammistaða gæti mögulega hjálpað þeim í komandi leikjum

„Við getum gert betur en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum, en við erum búnir að vera undir í einhverjar 3 mínútur á tímabilinu. Það er nú ekki meira en það. Þannig að við þurfum bara aðeins að skerpa á okkur og gera betur, og ég er viss um að við munum gera það og við verðum klárir á móti Keflavík á þriðjudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner