Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 17. maí 2024 23:08
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Ótrúlegt tíu marka jafntefli á Akranesi - Víðir skoraði sjö
Vængir Júpiters skoruðu fimm á Akranesi
Vængir Júpiters skoruðu fimm á Akranesi
Mynd: Aðsend
Víðir skoraði sjö
Víðir skoraði sjö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíti riddarinn vann sinn fyrsta leik
Hvíti riddarinn vann sinn fyrsta leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kári og Vængir Júpiters gerðu ótrúlegt 5-5 jafntefli í 3. umferð 3. deildar karla í kvöld. Víðir vann 7-1 stórsigur á Elliða á meðan Hvíti riddarinn lagði Árbæ að velli, 2-1.

Það var boðið upp á rússibanaleik í Akraneshöllinni á þessu ágæta föstudagskvöldi.

Kári fékk Vængi Júpiters í heimsókn en skemmtunin hófst á 17. mínútu. Axel Freyr Ívarsson kom heimamönnum yfir en Rafael Máni Þrastarson var ekki lengi að snúa við taflinu fyrir gestina með tveimur mörkum á ellefu mínútum.

Sigurjón Logi Bergþórsson jafnaði á 35. mínútu fyrir Kára en aftur svöruðu gestirnir með tveimur mörkum. Anton Breki Óskarsson skoraði tvö á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks.

Staðan 4-2 fyrir gestina í hálfleik. Káramenn mættu dýrvitlausir inn í síðari hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk á sjö mínútum. Mögnuð endurkoma.

Mikael Hrafn Helgason, Hektor Bergmann Garðarsson og Benjamin Mehic með mörkin, en þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom fimmta mark gestanna. Almar Máni Þórisson gerði það og þar við sat. Lokatölur 5-5 í Akraneshöllinni.

Kári er með 7 stig en Vængirnir voru að sækja sitt fyrsta stig í sumar.

Víðir kjöldró Elliða, 7-1, í Garði. Heimamenn gengu frá leiknum í fyrri hálfleiknum.

Ísak John Ævarsson, Björgvin Freyr Larsson, Markús Máni Jónsson og Cristovao Martins komu liðinu í 4-0. Í síðari hálfleiknum gerði Ísak John annað mark sitt áður en Hlynur Magnússon skoraði eitt fyrir Elliða.

Elfar Máni Bragason og Ottó Helgason gerðu tvö síðustu mörk Víðis í leiknum, sem fagnaði öruggum 7-1 sigri. Víðir að vinna fyrsta leik sinn í sumar og er nú með 4 stig, en Elliði án stiga á botninum og fengið á sig sextán mörk.

Hvíti riddarinn bar þá sigurorð af Árbæ, 2-1, í Árbæ. Hilmar Þór Sólbergsson skoraði fyrra mark Hvíta riddarans á 7. mínútu en heimamenn svöruðu á 20. mínútu leiksins.

Alexander Aron Tómasson gerði sigurmark gestanna á 36. mínútu leiksins. Hvíti riddarinn að vinna sinn fyrsta leik og er því með 3 stig en Árbær er með 4 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Kári 5 - 5 Vængir Júpiters
1-0 Axel Freyr Ívarsson ('17 )
1-1 Rafael Máni Þrastarson ('19 )
1-2 Rafael Máni Þrastarson ('30 )
2-2 Sigurjón Logi Bergþórsson ('35 )
2-3 Anton Breki Óskarsson ('38 )
2-4 Anton Breki Óskarsson ('45 )
3-4 Mikael Hrafn Helgason ('61 )
4-4 Hektor Bergmann Garðarsson ('66 )
5-4 Benjamín Mehic ('68 )
5-5 Almar Máni Þórisson ('83 )

Víðir 7 - 1 Elliði
1-0 Ísak John Ævarsson ('16 )
2-0 Björgvin Freyr Larsson ('21 )
3-0 Markús Máni Jónsson ('29 )
4-0 Cristovao A. F. Da S. Martins ('45 )
5-0 Ísak John Ævarsson ('69 )
5-1 Hlynur Magnússon ('81 )
6-1 Elfar Máni Bragason ('88 )
7-1 Ottó Helgason ('90 )

Árbær 1 - 2 Hvíti riddarinn
0-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('7 )
1-1 Markaskorara vantar ('20 )
1-2 Alexander Aron Tómasson ('36 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 7 6 0 1 22 - 8 +14 18
2.    Víðir 7 5 1 1 28 - 9 +19 16
3.    Kári 7 5 1 1 26 - 12 +14 16
4.    Árbær 7 4 1 2 17 - 15 +2 13
5.    Magni 7 4 1 2 10 - 10 0 13
6.    Elliði 7 3 1 3 13 - 20 -7 10
7.    Sindri 7 3 0 4 17 - 16 +1 9
8.    KFK 7 3 0 4 15 - 20 -5 9
9.    ÍH 7 2 0 5 18 - 23 -5 6
10.    Hvíti riddarinn 7 2 0 5 10 - 20 -10 6
11.    Vængir Júpiters 7 1 1 5 15 - 23 -8 4
12.    KV 7 1 0 6 7 - 22 -15 3
Athugasemdir
banner
banner