Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 17. maí 2024 22:37
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans vann 3-1 gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjölkurbikarsins í kvöld.


„Við vorum bara 'clinical' þegar við fengum færi. Mér fannst við ekkert frábærir í fyrri hálfleik, við vorum aðeins betri í seinni hálfleik. Afturelding er bara gott lið, þannig að þetta var erfiður leikur en gott að við náðum að skora þrjú, vinna þennan leik og komast áfram."

Adam skoraði þriðja mark Valsmanna en það var virkilega flott. Hann tekur skotið frá vinstri kantinum eins og hann sé að taka fyrirgjöf en boltinn sveiflast inn í fjærhornið. En var hann að meina þetta?

„Já já, ætli það ekki. Nei ég veit það ekki, þetta endaði inni allavega. Ég ætla ekki að ljúga, ég viðurkenni þetta var kross, en flott mark samt."

Adam fékk rautt spjald í þar síðasta deildarleik. Það var frekar skrítið atvik en hann á að hafa fengið sitt annað gula fyrir orð sem hann lét falla á þjálfara Breiðabliks. Þetta var því fyrsti leikurinn hans eftir þetta atvik.

„Auðvitað fær maður að heyra það fyrir að fá rautt spjald, sem er bara verðskuldað hraun. En það er gott að fá traustið aftur og vonandi gerði ég nóg til þess að halda sætinu. En við erum með gríðarlega sterkt lið og ef svo er ekki þá er það bara áfram gakk. Við erum með fáránlega sterkan hóp og við þurfum á hópnum að halda. Þannig að bara svona er þetta."

Adam hefur byrjað þetta tímabil mikið á bekknum, og það hafa farið sögusagnir um það hvort hann gæti hugsað sér að fara eitthvað annað. Adam er hinsvegar ekki á því.

„Ég er í liðinu núna þannig ég get ekki kvartað. Ég er náttúrulega bara Valsari dauðans, og mér líður ógeðslega vel í Val. Stundum er bara fótbolti þannig að maður er á bekknum, stundum er maður í liðinu eins og staðan er núna og þá er það bara mitt að halda mér í liðinu. Ef ég spila vel þá held ég mér í liðinu, og ef ekki þá dett ég út, eins og allsstaðar. Ef þú ert í svona topp liði eins og Val þá er það bara þannig að stundum ertu í liðinu og stundum ekki en ég er gallharður Valsari og mér líður ógeðslega vel í Val þannig ég er ekki að fara neitt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner