Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 17. maí 2024 22:37
Haraldur Örn Haraldsson
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans vann 3-1 gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjölkurbikarsins í kvöld.


„Við vorum bara 'clinical' þegar við fengum færi. Mér fannst við ekkert frábærir í fyrri hálfleik, við vorum aðeins betri í seinni hálfleik. Afturelding er bara gott lið, þannig að þetta var erfiður leikur en gott að við náðum að skora þrjú, vinna þennan leik og komast áfram."

Adam skoraði þriðja mark Valsmanna en það var virkilega flott. Hann tekur skotið frá vinstri kantinum eins og hann sé að taka fyrirgjöf en boltinn sveiflast inn í fjærhornið. En var hann að meina þetta?

„Já já, ætli það ekki. Nei ég veit það ekki, þetta endaði inni allavega. Ég ætla ekki að ljúga, ég viðurkenni þetta var kross, en flott mark samt."

Adam fékk rautt spjald í þar síðasta deildarleik. Það var frekar skrítið atvik en hann á að hafa fengið sitt annað gula fyrir orð sem hann lét falla á þjálfara Breiðabliks. Þetta var því fyrsti leikurinn hans eftir þetta atvik.

„Auðvitað fær maður að heyra það fyrir að fá rautt spjald, sem er bara verðskuldað hraun. En það er gott að fá traustið aftur og vonandi gerði ég nóg til þess að halda sætinu. En við erum með gríðarlega sterkt lið og ef svo er ekki þá er það bara áfram gakk. Við erum með fáránlega sterkan hóp og við þurfum á hópnum að halda. Þannig að bara svona er þetta."

Adam hefur byrjað þetta tímabil mikið á bekknum, og það hafa farið sögusagnir um það hvort hann gæti hugsað sér að fara eitthvað annað. Adam er hinsvegar ekki á því.

„Ég er í liðinu núna þannig ég get ekki kvartað. Ég er náttúrulega bara Valsari dauðans, og mér líður ógeðslega vel í Val. Stundum er bara fótbolti þannig að maður er á bekknum, stundum er maður í liðinu eins og staðan er núna og þá er það bara mitt að halda mér í liðinu. Ef ég spila vel þá held ég mér í liðinu, og ef ekki þá dett ég út, eins og allsstaðar. Ef þú ert í svona topp liði eins og Val þá er það bara þannig að stundum ertu í liðinu og stundum ekki en ég er gallharður Valsari og mér líður ógeðslega vel í Val þannig ég er ekki að fara neitt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner