Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 17. maí 2024 23:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


„Það voru gæði í liðinu, mér fannst Afturelding spila mjög vel í dag. Þeir voru töluvert betri en við í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum að vísu yfir 2-1, en mér fannst þeir vera spila betur en við. Mér fannst við byrja leikinn vel, fyrstu 5-10 mínúturnar. Við komum vel inn, komumst yfir. En svo fannst mér Afturelding svolítið taka leikinn yfir, halda boltanum vel og við vorum í töluverðu basli. Þeir jafna leikinn og svo komumst við yfir. Við förum í það að breyta taktíkinni, við förum í 4-3-3 aftur. Þá fannst mér það skána. Svo fannst mér aðeins betri seinni hálfleikurinn. Kannski eftir að við komumst í 3-1, þá svona siglum við þessu heim. Þeir fengu samt sín færi í stöðunni 3-1, fengu svolítið mikið af færum fyrir minn smekk. Við vissum það fyrirfram að þetta er vel spilandi lið og ef við verðum ekki mjög aggressívir í pressunni, ef það eru ekki allir samtaka. Þá er þetta lið sem getur alveg spilað menn út, og þeir gerðu það trekk í trekk. Það voru svona ákveðnir hlutir sem voru ekki alveg nógu góðir."

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum í dag en hann er eitthvað smávægilega meiddur.

„Þetta er bara það sama og er búið að vera plaga hann undanfarið. Það er bakið og það er erfitt að vera taka margar vikur í að æfa ekki neitt og ætla svo að spila. Þannig að nú ætlum við bara að ná honum góðum, hvort sem það sé vika eða 10 dagar, hvað sem það er. Það verður bara að koma í ljós. Hann er bara í sínu bataferli, svo verður bara að koma í ljós hvenær hann er klár."

Dómsúrskurður í málaferli milli Arnars og KA var úrskurðaður á dögunum þar sem KA var gert skilt að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna vegna vangoldinna greiðslna. Nánar má lesa um það hér

„Mér finnst þetta bara leiðinlegt mál í alla staði, bara virkilega leiðinlegt og ég hefði viljað sleppa því að fara með þetta í dómsstóla. Ég vona bara innilega að menn láti hér við sitja. Mér fannst dómurinn mjög afgerandi, en ég veit ekki hvað menn vilja gera. Ég vona innilega að þetta sé búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
 


Athugasemdir
banner