29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 17. maí 2024 23:11
Haraldur Örn Haraldsson
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Grétarsson þjálfari Vals var ánægður með að komast áfram í bikarnum eftir að liðið hans sigraði Aftureldingu 3-1 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


„Það voru gæði í liðinu, mér fannst Afturelding spila mjög vel í dag. Þeir voru töluvert betri en við í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum að vísu yfir 2-1, en mér fannst þeir vera spila betur en við. Mér fannst við byrja leikinn vel, fyrstu 5-10 mínúturnar. Við komum vel inn, komumst yfir. En svo fannst mér Afturelding svolítið taka leikinn yfir, halda boltanum vel og við vorum í töluverðu basli. Þeir jafna leikinn og svo komumst við yfir. Við förum í það að breyta taktíkinni, við förum í 4-3-3 aftur. Þá fannst mér það skána. Svo fannst mér aðeins betri seinni hálfleikurinn. Kannski eftir að við komumst í 3-1, þá svona siglum við þessu heim. Þeir fengu samt sín færi í stöðunni 3-1, fengu svolítið mikið af færum fyrir minn smekk. Við vissum það fyrirfram að þetta er vel spilandi lið og ef við verðum ekki mjög aggressívir í pressunni, ef það eru ekki allir samtaka. Þá er þetta lið sem getur alveg spilað menn út, og þeir gerðu það trekk í trekk. Það voru svona ákveðnir hlutir sem voru ekki alveg nógu góðir."

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í hópnum í dag en hann er eitthvað smávægilega meiddur.

„Þetta er bara það sama og er búið að vera plaga hann undanfarið. Það er bakið og það er erfitt að vera taka margar vikur í að æfa ekki neitt og ætla svo að spila. Þannig að nú ætlum við bara að ná honum góðum, hvort sem það sé vika eða 10 dagar, hvað sem það er. Það verður bara að koma í ljós. Hann er bara í sínu bataferli, svo verður bara að koma í ljós hvenær hann er klár."

Dómsúrskurður í málaferli milli Arnars og KA var úrskurðaður á dögunum þar sem KA var gert skilt að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna vegna vangoldinna greiðslna. Nánar má lesa um það hér

„Mér finnst þetta bara leiðinlegt mál í alla staði, bara virkilega leiðinlegt og ég hefði viljað sleppa því að fara með þetta í dómsstóla. Ég vona bara innilega að menn láti hér við sitja. Mér fannst dómurinn mjög afgerandi, en ég veit ekki hvað menn vilja gera. Ég vona innilega að þetta sé búið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
 


Athugasemdir
banner