Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Hafrún og Kristín í bikarúrslit - Diljá skoraði tvö
Diljá Ýr skoraði tvö og er markahæst í deildinni með 22 mörk
Diljá Ýr skoraði tvö og er markahæst í deildinni með 22 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir eru komnar í úrslit danska bikarsins með Bröndby eftir að hafa unnið AGF samanlagt, 4-3, í tveimur leikjum.

Kristín Dís spilaði allan leikinn fyrir Bröndby en Hafrún Rakel var ekki í hóp.

Bröndby tapaði fyrri leiknum, 2-1, en kom til baka í seinni leiknum og vann 3-1.

Danska liðið er komið í úrslit en það mun líklegast mæta Nordsjælland sem vann Næstved, 7-0, í fyrri undanúrslitaleik liðanna.

Diljá Ýr Zomers skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Leuven á Genk í meistarariðli belgísku úrvalsdeildarinnar.

Fyrra markið gerði hún með skalla eftir hornspyrnu en síðara með góðu skoti við vítateigslínuna. Hún er nú með 22 mörk í deildinni á þessari leiktíð, en enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk en hún.

Leuven á því miður ekki lengur möguleika á að vinna titilinn en það er fjórum stigum frá toppliði Standard Liege þegar ein umferð er eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner