Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 17. maí 2024 22:48
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Fjölnir vann á Álftanesi
Kvenaboltinn
Fjölniskonur unnu góðan útisigur
Fjölniskonur unnu góðan útisigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álftanes 1 - 2 Fjölnir
0-1 Freyja Aradóttir ('8 )
0-2 Emilía Lind Atladóttir ('35 )
1-2 Hrafnhildur Árnadóttir ('85 , Sjálfsmark)
Rautt spjald: Anna María Bergþórsdóttir , Fjölnir ('95)

Fjölnir vann sinn fyrsta leik í 2. deild kvenna í kvöld er liðið lagði Álftanes að velli, 2-1, á OnePlus-vellinum á Álftanesi.

Freyja Aradóttir og Emilía Lind Atladóttir gerðu mörk Fjölnis í fyrri hálfleiknum en Álftanes náði að minnka muninn þegar fimm mínútur voru eftir er Hrafnhildur Árnadóttir setti boltann í eigið net.

Seint í uppbótartíma fékk Anna María Bergþórsdóttir, leikmaður Fjölnis, að líta tvö gul spjöld og þar með rautt. Allt á innan við mínútu.

Rauða spjaldið kom ekki að sök. Fjölnir náði í fyrsta sigur sinn í deildinni en Álftanes er án stiga eftir tvo leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner