Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. ágúst 2019 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Enginn afrekað það af núverandi leikmönnum deildarinnar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson hefur reynst Stjörnunni ótrúlega vel frá því hann kom til félagsins eftir að Leiknir R. féll úr Pepsi-deildinni árið 2015.

Hilmar var á skotskónum í kvöld. Hann skoraði úr vítaspyrnu þegar Stjarnan vann Víkinga í Pepsi Max-deildinni.

Smelltu hér til að lesa um leikinn.

Hilmar er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar með 10 mörk, en þetta er þriðja sumarið í röð þar sem Hilmar nær að skora 10 mörk eða meira í efstu deild.

Þórður Einarsson, Leiknismaður, skrifar á Twitter í kvöld að enginn annar núverandi leikmaður hafi afrekað það að skora 10 mörk eða meira þrjú tímabil í röð.

„Atli Viðar sá síðasti sem það gerði 09,10,11. Svo Bibercic 93,94,95 og Hörður Magnússon 89,90,91 (síðustu 30 árin) Sá besti!" skrifar Þórður.

Hilmar svo sannarlega reynst mikill happafengur fyrir Stjörnuna sem er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner