Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
   þri 09. apríl 2024 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er frekar svekkt að hafa tapað, en þær áttu skilið að fá þessi þrjú stig. Þær áttu mjög góðan leik," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Þetta er bara lærdómur og við tökum þetta með okkur í næsta glugga. Ef þú átt að tapa einhverjum leik í þessum riðli þá er það útileikurinn gegn Þýskalandi."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Það kemur maður í manns stað en við missum hraðann hennar og löngu innköstin í þokkabót. Mér fannst þetta ljótt brot og þær taka hana úr leiknum. Þetta var dirty bara," sagði Hildur.

„Við héldum áfram að reyna að byggja upp, fá boltann upp á sóknarmanninn og halda honum. Þegar við náðum því þá sköpuðum við færi."

Það eru tveir leikir gegn Austurríki í næsta glugga og það verða rosalega stórir leikir. „Maður er pirraður yfir þessum leik en svo fer einbeitingin á þá leiki sem eru mjög mikilvægur. Þegar þú lítur yfir gluggann heilt yfir þá spilum við mjög vel gegn Póllandi og höldum hreinu hér í seinni hálfleik. Við getum tekið margt með okkur úr þessum glugga. Við erum alltaf að taka eitt skref fram á við, þó það hafi verið lítið skref í dag."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner