Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
   mið 11. maí 2022 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum í 5.umferð Bestu deildar karla núna í kvöld í sannkölluðum stórslag. 

Bæði lið voru taplaus fyrir umferðina og freistuðu þess að halda því áfram þannig. Breiðablik með fullt hús stiga en Stjörnumenn með tvo sigra og tvö jafntefli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Skemmtilegur leikur, nóg af mörkum og bara tvö góð lið að eigast við. Mér fannst karakter hjá okkur að klára þetta eftir að þeir náðu að jafna og sömuleiðis verð ég bara að hrósa þrautsegjunni í þeim. Þetta hefði hæglega getað verið komið í bara 4 eða 5-0 í fyrri hálfleik miðað við yfirburðina sem við höfðum þá og stjórn á leiknum." Sagði fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson eftir leikinn í kvöld.

„Við erum ekki vanir þegar að við komumst yfir eins og í dag, 2-0 að hleypa liðum aftur inn í leikinn en eins og ég segi aftur að þá bara stórt hrós á þessa ungu spræku stráka í Stjörnunni, það er þrautseigja í þeim."

Stjörnumenn náðu að jafna leikinn 2-2 en þá var það fyrirliðinn sem fann Viktor Örn Margeirsson sem stangaði frábærra fyrirgjöf í netið og Blikar höfðu að lokum heldur torsóttan sigur.

„Gott að sjá Viktorinn fara þarna á fimmtu hæð og var ekkert á leiðinni niður, það var ótrúlega gott svif á honum og enn betri skalli."

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner