Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fös 12. apríl 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Snær framlengir við HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Snær Frostason skrifaði á dögunum undir nýjan samning við HK sem gildir út tímabilið 2025. Fyrri samningur hans rann út eftir síðasta tímabil.

Kristján Snær er unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2005. Hann var með U19 landsliðinu í undankeppni EM í nóvember. Alls á hann að baki átta leiki með yngri landsliðunum.

Hægri bakvörðurinn kom við sögu í níu leikjum með HK á síðasta tímabili og sumarið 2022 kom hann við sögu í sjö leikjum í Lengjudeildinni.

Hann var ónotaður varamaður þegar HK gerði jafntefli við KA síðasta sunnudag. HK á ÍA í 2. umferð á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner