
Þór lagði Leikni í Lengjudeildinni á heimavelli í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.
„Við byrjum leikinn frábærlega og í rauninni áttum við að gera út um hann eftir 35-40 mínútur. Svo fannst mér við svolítið orkulitlir í seinni hálfleik og þeir tóku yfir og við vorum að þjást," sagði Siggi.
„Við vorum kannski ekki heppnir að þeir komust ekki inn í leikinn, við vörðumst vel en við leyfðum þeim að banka full mikið á dyrnar hjá okkur."
Aron Ingi Magnússon kom Þór yfir snemma leiks en þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir rúmlega hálftíma leik.
„Aron er búinn að vera slæmur í nára lengi. Hann spilaði frábærlega þessar þrjátíu mínútur, örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom hingað. Svekkjandi að þurfa að taka hann út af. Orkan sem hann var að gefa okkur fór svolítið með því," sagði Siggi.
Athugasemdir